Lög Átaks

1. grein 

Félagið heitir Átak, félag fólks með þroskahömlun.  Það er í Reykjavík.   


2. grein 

Markmið félagsins eru eftirfarandi: 

  1. Félagið vinnur að betra lífi fyrir fólk með þroskahömlun. 
  2. Félagið vinnur að fullu jafnrétti fólks með þroskahömlun á öllum sviðum samfélagsins.
  3. Félagið  vinnur með öllum sem vilja betra líf fyrir fólk með þroskahömlun.
  4. Félagið vill að fólk með þroskahömlun ráði lífi sínu sjálft.
  5. Félagið tekur þátt í fundum og ráðstefnum sem eru um líf fólks með þroskahömlun.
  6. Stjórn félagsins ætlar að kynna vel allt sem félagið ætlar að gera. 


3. grein 

Það geta allir gengið í félagið sem eru 18 ára og eldri og sem vilja vinna að betra lífi fyrir fólk með þroskahömlun. 


4. grein 

Aðalfund skal halda í apríl eða maí á hverju ári.  Þremur vikum áður auglýsir stjórn og segir frá aðalfundinum opinberlega.
Stjórnin sendir bréf í pósti ef menn óska eftir því. Þeir sem það vilja þurfa að skrá sig á lista hjá félaginu. 


5. grein 

Á aðalfundi er kosin stjórn.  Þeir sem kjósa hana þurfa að vera búnir að borga gjald í félagið.   

Í stjórninni eru fimm manns, formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi. 

Formaður skal kosinn sérstaklega og á fyrsta stjórnafundi eftir aðalfund skiptir stjórn með sér verkum. 

Þrír menn eru kosnir til vara til tveggja ára í senn. 

Röð varamanna fer eftir hversu mörg atkvæði þeir fá. Þannig 1. varamaður er sá sem fær flest atkvæði, 2. varamaður er sá sem fær næstflest og 3. varamaður sá sem fær þriðju flest atkvæði á fundinum.  Ef tveir varamenn fá jafnmörg atkvæði ræður hlutkesti. 

Stjórnarmenn skulu kjörnir til tveggja ára í senn.  Formaður má sitja samfellt í 8 ár án þess að taka hlé frá stjórnarsetu. 

Aðrir stjórnarmenn geta setið samfellt í 6 ár án þess að taka sér hlé frá stjórnarsetu. 

Formann má endurkjósa þrisvar sinnum og aðra stjórnarmenn tvisvar sinnum. 

Í stjórn getur bara verið fólk með þroskahömlun.   

Stjórnin má hafa tvo aðstoðarmenn, þeir hafa ekki rétt á að kjósa.   


6. grein 

Á aðalfundi er ákveðið hvað kostar að vera félagi í Átaki. 
Það þarf að borga félagsgjaldið sitt fyrir 1. apríl á hverju ári ef hann ætlar að bjóða sig fram til stjórnar félagsins.  

Til að geta kosið á aðalfundi verður að vera búið að greiða félagsgjaldið fyrir aðalfundi. 


7. grein 

Þessum lögum má aðeins breyta á aðalfundi.  Þá þarf að kjósa um það.
Meira en helmingur fundarmanna, (2/3), þarf að samþykkja breytinguna.   


8. grein 

Ef félagið hættir þá þarf líka að kjósa um það á aðalfundi og þarf 2/3 félagsmanna til að samþykkja breytinguna. 

 

9. grein 
Á aðalfundi er kosin þriggja manna uppstillinganefnd. 

Uppstillinganefndin má hafa einn aðstoðarmann með sér, hann má ekki kjósa.

Aðstoðarmaðurinn skal einnig vera kosinn á aðalfundi. 
 
Á aðalfundi skal einnig kjósa þriggja manna laganefnd. 

Má hún hafa einn aðstoðarmann með sér og hann má ekki kjósa. 

Aðstoðarmaðurinn skal einnig vera kosinn á aðalfundi. 

 

10. grein 

Reiknisár félagsins er almanakárið, 1. janúar til 31. desember. 

Reikningar skulu skoðaðir af tveim skoðunarmönnum sem kosnir eru á aðalfundi. 

 

11. grein  
Þessum lögum var breytt á aðalfundi 2015 og öðlast gildi frá 18. apríl 2015.