Að fólk með þroskahömlun geti talað fyrir sig sjálft.
Að fólk með þroskahömlun vinni meira að réttindamálum sínum sjálft.
Hvað gerir félagið fyrir mig?
Talsmenn félagsins tala á ráðstefnum og fundum um allt það sem snertir líf mitt.
Félagið rekur umræðuhópa.
Félagið heldur almenna félagsfundi um ýmis mál sem snerta líf mitt.
Félagið vill að ég eigi þess kost að búa í sjálfstæðri búsetu, að vinna á almennu vinnumarkaði, eiga jafnan rétt til fjölskyldulífs og barneigna og njóta þess sem allir eiga möguleika á að njóta með eða án stuðnings.