Aðalfundi Átaks verður frestað

Áríðandi tilkynning frá stjórn Átaks.

 

Aðalfundur Átaks, sem átti að halda núna í maí, verður frestað um óákveðinn tíma. Stjórn Átaks á eftir að funda aftur og ákveða dagsetningu aðalfundar fyrir árið 2020. 

 

Hér má sjá tilkynningu stjórnarinnar: 

Stjórn Átaks hefur ákveðið að fresta aðalfundi sem átti að halda í maí um óákveðinn tíma.

Vonandi verður hægt að halda fundinn í haust.

Stjórn Átaks mun láta félagsmenn vita með góðum fyrirvara hvenær aðalfundurinn verður haldinn í ár.

Stjórninni þykir þetta mjög leitt en þetta er ákvörðun sem varð að taka út af aðstæðum í samfélaginu vegna Covid – 19.

Erfitt yrði að halda fundinn í lok maí eins og lög Átaks segja til um vegna takmarkanna sem settar hafa verið á viðburði.

 

Kær kveðja,

Stjórn Átaks, félag fólks með þroskahömlun.