Afmælisgjöfin í dag var fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Alþingi samþykkti í dag samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks
Alþingi samþykkti í dag samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Í dag var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur á Alþingi sem er mikið fagnaðar efni.

 

Góð afmælisgjöf til okkar allra  og Átaks, félag fólks með þroskahömlun því í dag á Átak afmæli.

 

Sama dag fyrir 23 árum, eða árið 1993 var Átak, félag fólks með þroskahömlun stofnað og er því þetta frábær afmælisgjöf.


Það að samningurinn hafi verið fullgiltur er stór áfangi í að tryggja fötluðu fólki rétt sinn.

 

Þetta er því mikið fagnaðarefni að mannréttindi okkar séu loksins viðurkennd með þessum hætti og þannig  verið að tryggja og verja mannréttindi fatlaðs fólks.

 

Mikilvægt er að í framhaldinu verði gerðar breytingar á lögum í samræmi við samninginn og/eða hann innleiddur í lög hið fyrsta. 

 

Við hjá Átaki leggjum áherslu á virkt samráð við fatlað fólk, að fatlað fólk fái að vera þátttakendur í nefndum og ráðum þegar kemur að því að taka ákvarðanir sem varðar líf þeirra. Þetta er hluti af því að fá fullgildingu samningsins.


Það er því tvöfaldur gleðidagur í dag þó að það sé enn mikið verk óunnið hvað varðar réttindi fatlaðs fólks.

 

Óskum okkur öllum til hamingju með árangurinn, takk þingheimur fyrir skilvirk störf í þessu máli  og frábæra afmælisgjöf !

 

Til hamingju Átak, félag fólks með þroskahömlun með afmælið í dag.