Ný vefsíða og Afmæli Átaks

Afmælisdagur Átaks
Afmælisdagur Átaks

Í dag 20. september hélt Átak upp á afmælið sitt. Í tilefni afmælisins opnaði forsætis-ráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, síðuna www.lesa.is sem verður vettvangur umræðu, verkefna og skemmtilegra frétta frá okkar sjónarhorni. 

 

Sigmundur ræddi um mikilvægi þess að upp - lýsingar séu settar á auðskilið mál og fagnaði þessum nýja vettvangi.

 

Hann sagði að koma upp - lýsingum til skila á sem skiljalegasta máta hafi verið honum hjartans mál þegar hann var fjölmiðla - maður og líka nú þegar hann starfar við stjórnmál. Það sé mikilvægt fyrir stjórnmála - mann að koma upp - lýsingum til allra og því þarft að huga að því að koma efni yfir á Auðlesinn texta.

 

Einnig töluðu Friðrik Sigurðsson sem ræddi um auðlesinn texta og mikilvægi hans í miðluðu máli fyrir alla. María Hreiðarsdóttir benti á nokkrar síður sem erfitt er að skilja og Pétur Rúnar Guðnason kom frá Stefnu og sagði frá þróun vefsíðna. 

 

Skemmtiatrið í lokin

Í lokin var svo söngatriði þar sem formaður Átaks söng ásam Theódóri og Halldóri og einnig söng hljómsveitin Plútó nokkur lög ásamt því að syngja afmælissöngin. 

 

Síðan á að vera upplýsinga - vettvangur fyrir félags-menn og aðra til að leita bæði til að sjá hvað er að gerast og vera upplýsandi um réttindi fólks með fötlun.  Síðan er styrkt af Réttinda-vakt Velferðar-ráðuneytisins.

 

Á síðunni verður hægt að gerast Átaks-Penni til að skrifa reglulega greinar á vefinn. Einnig verður hægt að sjá fréttir á auðskildu um málefni sem snerta okkur.

 

Það er því von að upp-bygging síðunnar verði með besta móti eða eins og formaður Átaks, Aileen Svensdóttir sagði í upphafsorðum sínum. 

 

,,Vefsíða er ekki eins og málverk sem við hengjum upp á vegg og horfum á heldur er hún breytileg og með dyggum stuðningi allra og mun hún breytast með okkur og auka aðgengi að mikilvægum upplýsingum fyrir alla."

 

Hér má skoða myndir frá afmælinu. (SMELLA)