Í dag á stysta degi ársins fór stjórn Átaks, félag fólks með þroskahömlun og Sendiherrar samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á Alþingi Íslendinga og hittu þar formenn allra þingflokka.
Þar voru afhentar góðar gjafir til allra þingmanna og voru fulltrúar flokkanna beðnir að koma gjöfunum til skila. Bókin hvernig á að gera auðskilinn texta og samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks voru meðal gjafa ásamt bæklingi frá Sendiherrum og nælu með fugli margbreytileikans.
Formenn þingflokka tóku á móti gjöfunum og þökkuðu stjórn Átaks og Sendiherrum fyrir þetta góða framtak. Vonum við hjá Átaki að þetta verði til þess að Alþingi verði auðskilið og framvegis verða lög sett um málaflokk fatlaðs fólks með auðskilinn samning að leiðarljósi með það að markmiði að hafa fatlað fólk með í ráðum um öll þau mörgu málefni sem skiptir það máli.