Bryndís kjörin varaformaður Inclusion Europe
03.12.2019
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður landssamtakanna Þroskahjálpar hefur verið kjörin varaformaður í stjórn Inclusion Europe samtakanna.
Inclusion Europe eru samtök í Evrópu sem berjast fyrir réttindum fólks með þroskahamlanir. Samtökin leggja áherslu á að allar ákvarðanir um fólk með þroskahömlun séu teknar í samráði við þau sjálf.
Hægt er að kynna sér Inclusion Europe samtökin hér
En fulltrúar Átaks fóru á ráðstefnu á vegum Inclusion Europe í september, hægt er að lesa um það hér
Á síðasta ári var mikil áhersla innan samtakanna að tala fyrir réttinum til að kjósa. Í ár verður áhersla samtakanna á menntun.
Við óskum Bryndísi innilega til hamingju!