Málþingið „Er leiðin greið?“ verður haldið á föstudaginn 10. mars. næst komandi.
Málþingið er haldið af aðgengishópur Öryrkjabandalag Íslands heldur málþingið í samstarfi við Blindrafélagið, Verkís hf., Átak-félag fólks með þroskahömlun og Reykjavíkurborg.
Fjallað er um algilda hönnun utandyra, í þéttbýli og á ferðamannastöðum. Málþingið er haldið í samvinnu við Umhverfisráðuneytið, Ferðamálastofu, Mannvirkjastofnun og Vegagerðina.
Tími: Föstudagurinn 10. mars, kl. 9:00-13:00
Staður: Grand hótel, Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Málþingið er haldið í tengslum við alþjóðlegan dag aðgengis sem er 11. mars. Fjallað verður um aðgengismál innan byggðar og á ferðamannastöðum.
Kynnt verður ný rannsóknarskýrsla sem unnin var af verkfræðistofunni Verkís, en tilgangur verkefnisins var að gera ítarlega úttekt á hönnunarreglum og stöðlum sem lúta að algildri hönnun í útiumhverfi í Svíþjóð, Danmörku og Noregi og bera saman við íslenskar reglur og staðla.
Brugðið verður ljósi á aðgengisþarfir fatlaðs fólks í almenningsrými innan byggðar og af hverju algild hönnun er mikilvæg við skipulagningu gatna og torga. Kynntur verður leiðbeiningarbæklingur sem aðgengishópur ÖBÍ gefur út á málþinginu.
Gerð verður grein fyrir stöðu aðgengismála á ferðamannastöðum á Íslandi. Sagt verður frá niðurstöðum úr ferð aðgengishóps Átaks – félags fólks með þroskahömlun, sem birtar voru í nýlegri skýrslu.
Veitt verður aðgengisviðurkenning Reykjavíkurborgar í fyrsta sinn.
Fulltrúar frá Ferðamálastofu, Mannvirkjastofnun og Vegagerðinni halda erindi á málþinginu og Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra flytur ávarp.
Málþingið er ókeypis og öllum opið. Boðið verður upp á veitingar í hádeginu.
Dagskrá málþingsins:
9:00 Málþingið sett.
9:10 Ávarp. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
9:20 Hönnun í útiumhverfi – úttekt og samanburður á norrænum hönnunarreglum. Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA og Berglind Hallgrímsdóttir, umferðarverkfræðingur hjá Verkís.
10:00 Er leiðin greið? Erna Hreinsdóttir, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni. 10:15 Aðgengi fyrir alla utandyra. Grétar Pétur Geirsson, formaður málefnahóps ÖBÍ um aðgengi.
10:40 Byggingarreglugerðir og algild hönnun. Aldís Magnea Norðfjörð, arkitekt hjá Mannvirkjastofnun.
10:55 Kaffihlé.
11:20 Upplifun fatlaðs fólks af ferðamannastöðum á Íslandi. Aileen S. Svensdóttir, formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun og Anna Kristín Jensdóttir.
11:50 Aðgengi að ferðamannastöðum – aðkoma Ferðamálastofu. Elías Bj. Gíslason, Ferðamálastofu.
12:05 Afhending aðgengisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2017.
12:35 Lokaávarp.
13:00 Málþingi slitið og boðið er upp á léttar veitingar.