Haukur Guðmundsson formaður félagsins var með erindi föstudaginn 1. október í listaháskóla Íslands í tíma sem heitir Listkennsla nemenda með ólíka færni.
Nemendur í tímanum voru listafólk sem er að taka kennarapróf til að geta kennt sína listgrein.
Erindið fjallaði um Átak og um störf félagsins og síðan kom Haukur aðeins inná listir og menntamál.
Erindið gekk vel og það var skemmtilegt spjall og spurningar í lokin.