Nú hafa sex frambjóðendur staðfest komu sína á viðburðinn "Frambjóðendur svara" sem verður næsta þriðjudag þann 21. júní.
Fundurinn er opinn öllum og hér getur fólk lagt fram spurningar til frambjóðenda eftir að þeir hafa kynnt sig stuttlega og á auðskildu þannig allir geti áttað sig á hvað er verið að tala um.
Þáttastjórnendur þáttanna ,,Með okkar augum" stýra fundinum en þau eru Steinunn, Andri og Katrín.
Þeir sem ætla koma geta skráð sig hér á síðunni og á fésbókinni.
Við hlökkum til að sjá sem flesta.