Frambjóðendur til Alþingis svara

Frambjoðendur svara
Frambjoðendur svara

Við hjá Átaki, félagi fólks með þroskahömlum stóðum fyrir framboðsfundi í síðustu forsetakosningum þar sem flestir frambjóðendur mættu og svöruðu spurningum frá fötluðu fólki.

 

Því höfum við höfum við nú sent bréf til allra fromanna stjórnmála-flokka sem eru í framboði til Alþingis þar sem við boðum þá á framboðsfund með fötluðu fólki  núna fyrir alþingis kosningarar.

 

Fundurinn verður haldinn 24. október 2016 á milli kl 17:30 og 20:00 á Grand Hotel í Reykjavík. 

 

Samstarfsaðilar eru þáttastjórnendur og dagskrágerðarmenn úr þáttunum Með okkar augum sem sýndir eru á RÚV og Sendiherrar Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

 

Uppsetning fundarins er eftirfarandi

Fundurinn fer fram á Grand Hótel í salnum Hvammi sem tekur um 130 manns.

 

Ætlunin er að að streyma beint frá viðburðinum en það er enn óljóst hvaða sjónvarpsstöðvar munu vera í samstarfi við okkur um að sýna frá fundinum, en verið er að skoða það. 

 

Formaður Átaks, félag fólks með þroskahömlun mun setja fundinn með stuttri tölu.

 

Því næst taka sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna við með stutta kynningu á því hvað þeir standa fyrir og stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu.

 

Andri Freyr Hilmarsson úr þáttunum Með okkar augum mun svo stýra umræðum og þær Katrín Guðrún Tryggvadóttir einnig úr þáttunum Með okkar augum og Ína Owen Valsdóttir sendiherra verða spyrlar sem munu spyrja stjórnmálamenn og konur spurninga um málefni fatlaðs fólks.

 

Í lokin verður orðið gefið laust fyrir þá sem hafa spurningar úr sal.

 

Frekari upplýsingar um viðburðinn er hægt að fá með því að senda rafpóstsfangið atak@throskahjalp.is eða hringt í Aileen formann  í síma: 857 7769 eða Jón Þorstein í síma: 858 1939.