Friðrik fékk FRIKKANN,

Aillen Svensdóttir formaður Átaks og Friðrik Sigurðsson
Aillen Svensdóttir formaður Átaks og Friðrik Sigurðsson

Árlegur jóla-fundur Átaks, félag fólks með þroska-hömlun var haldinn í gær 3. desember á alþjóða-degi fatlaðs fólks.

 

Á fundinum var Friðrik Sigurðsson fyrum fram-kvæmda-stjóri Þroskahjálpar heiðraðir fyrir stuðning við að láta rödd fólks með þroska-hömlun heyrast og hlaut hann FRIKANN 2015.

 

Í ræðu Aileenar for-manns Átaks sagði hún;

 

"Okkur langar að heiðra þann mann sem hefur staðið mest með okkur, komið mál-efnum fólks með þroska-hömlum hvað mest á framfæri í sam-félaginu." 

 

Get nefnt Með okkar augum, Sendi-herra samning Sameinuðu-þjóðanna og flera og fleira. 

 

Tala nú ekki um allt það sem hann hefur gert fyrir Átak í gegnum árin“.  

 

Heiðurs-viður-kenning Átaks er ný-lunda sem stjórn Átaks ákvað á fundi sínum í nóvember að koma á fót.

 

Mark-mið hennar er að heiðra þá sem leggja sig fram við að styrkja orð-takið "Ekkert um okkur án okkar". 

 

Horft er líka til þeirra sem stuðlað hafa sér-stak-lega komið ákvæðum Samnings Sameinuðu þjóðanna í fram-kvæmd í íslensku sam-félagi. 

 

Friðrik Sigurðsson hefur í gegnum tíðina stutt ötul-lega við Átak og aðra við að koma rödd fatlaðs fólks inn í um-ræðuna þannig að hún heyrist.  

 

Því ákvað stjórnin að heiðra hann með því að skíra heiðurs-viður-kenninguna í höfuðið á honum og veita honum fyrsta FRIKKANN sem hann er vel að kominn fyris störf sín í þágu fatlaðs fólks.

 

"Megi fleiri feta þann veg sem Friðrik hefur varðað fyrir okkur." sagði formaður í ræðu sinni við af-hendinguna.   

 

Er það ætlun stjórnar að halda þessum sið áfram og benda á fleiri aðila sem feta sama veg og Friðrik að styðja við réttindi og baráttu-mál fatlaðs fólks.

 

Einnig voru á jóla-fundinum séra Guðný prestur fatlaðara sem hélt hug-vekju um jólin og hvers-vegna við eigum að vera góð hvort við annað alltaf.

 

Theódór Karlsson hélt svo uppi jóla-andanum ásamt Aileenu með jólasöng.