Grunnnámskeið Tabú fyrir fatlaðar og langveikar konur

Hægt að smella og prenta út auglýsinguna
Hægt að smella og prenta út auglýsinguna

Tabú og Kvennahreyfing Öryrkjabandalags Íslands heldur saman námskeið fyrir fatlaðar og langveikar konur.


Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig okkur líður þegar réttindi okkar eru brotin vegna þess að við erum fatlaðar og vegna þess að við erum konur.

Við munum líka tala um hvernig ofbeldi og klám í sjónvarpi, blöðum og á netnu hefur áhrif á það hvað okkur finnst um líkama okkar.

Við munum tala um kynþroska, kynlíf og kyn okkar.

Á námskeiðinu viljum við að fatlaðar og langveikar konur geti talað um tilfinningar sínar og reynslu án þess að vera hræddar um hvað öðrum finnst og án þess að verða fyrir fordómum.

Við viljum líka að fatlaðar og langveikar konur fái meira hugrekki til þess að segja hvað þeim finnst, vera baráttu konur og breyta samfélaginu.

Tímabil: 2. febrúar til 12. apríl 2016

Staður og tími: Á höfuðborgarsvæðinu, þriðjudögumkl 19:00-­‐22:00.

Námskeiðsverð: 15.000 kr.

Umsjón: Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir

Skráningu líkur 18. janúar og fer hún fram hér: http://tabu.is/skraning/