Á Mánaðarlegum Miðvikudegi þennan mánuðinn fór fram kynning á samtökum sem bjóða upp á ráðgjöf fyrir þá sem orðið hafa fyrir ofbeldi.
Fjöldi fólks og félagsmanna mætti á fundinn sem haldinn var í sal Stígamóta að Laugavegi 170.
Þeir aðilar sem héldu kynningar á fundinum voru frá Samtökum um kvennaathvarf, Stígamótum, Drekaslóð og Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni.
Allir sögðu frá því hvernig hægt væri að nálgast þjónustuna og hvernig hún gæti nýst fötluðu fólki.
Það var nefnt á fundinum að það væri góð hugmynd að skapa vettvang til að gefa fólki tækifæri til að vinna úr sinni reynslu. Einnig er mikilvægt að gera fræðsluefni aðgengilegra.
Á næstunni verða til fróðleiks birt hér á lesa.is myndbönd og kynningar frá fyrirlestrum Mánaðarlegra Miðvikudaga.