Á mánaðar-legum miðviku-degi sem haldinn var 9. mars var fjallað um hvernig á að hafa áhrifa á sam-félagið. Páll valur, Gerður og Friðrik voru með erindi og svöruðu fyrir - spurnum.
Páll Valur Björnsson, þing-maður Bjartrar framtíðar talaði um það hvernig við látum taka eftir okkur og að nýta sér þing-menn eins og hann til að hafa áhrif.
Ef við skiljum ekki hvað er verið að tala um hvatti hann til þess að kalla þing-menn á fundi eins og mánaðar-lega miðviku-daga til að út-skýra mál sitt.
Gerður Aagot Árnadóttir, fyrverandi formaður Þroska-hjálpar talaði um hvernig fólk taki mark á okkur og viti af okkar skoðunum þegar við erum að tala um þær.
Einnig nefndi hún að maður sé líka að berjast fyrir aðra sam-félaginu þegar maður er í félaga samtökum eins og Átaki.
Friðrik Sigurðsson, verkefna-stjóri hjá Þorska-hjálp ræddi um það hvernig við látum taka eftir okkur og að vera ekki að berjast á mörgum stöðum í einu og velja sér málefni og vera góður í þeim.
Það sé ávísun á árangur.
Fundurinn var vel sóttur og spurðu þátttakendur út í fyrir-lesturinn.
Næsti mánaðarlegi miðvikudagur verður haldinn í apríl og hvetjum við alla til að mæta og taka þátt.
Þá verður til umræðu sumar-frí fatlaðs fatlaðs fólks þar sem hægt verður hægt að spyrja þá sem koma á fundinn.