Sunnudaginn 10. desember bauð Átak félagsfólki sínu í jólagleði sem haldin var á Háaleitisbraut 13.
Heiðursverðlaun Átaks voru veitt á jólagleðinni, þau heita Frikkinn og eru nefnd eftir Friðriki Sigurðssyni sem var fyrsti heiðurfélagi Átaks árið 2015. Viðurkenningin er veitt þeim einstaklingi eða hópi sem hefur lagt sig fram við að styðja að sjálfstæði fólks með þroskahömlun og stuðlað að samfélagi án aðgreiningar á einhvern hátt.
Í ár var það Eiríkur Smith réttindagæslumaður sem fékk Frikkann en Eiríkur hefur verið óþreytandi við að vinna að nýrri nálgun í réttindum fatlaðs fólks. Hann á þátt í miklum fjölda að málum sem hafa komið á borð réttindagæslunnar sem hafa brotið niður múra og skapað nýjan farveg í málsmeðferð stjórnvalda. Nýjasta dæmið um það er nýr úrskurður kærunefndar jafnréttismála þar sem hann á gífurlegan þátt í því að rökstyðja af hverju brotið var á fötluðum einstaklingi með því að synja honum um rafræn skilríki. Eljan og einbeittur vilji Eiríks til að sækja réttindi fatlaðs fólks er augljós og aðdáunarverður.
Forsetafrúin Eliza Reid veitti Eiríki verðlaunin auk þess að spjalla við félagsmenn, að lokum kom séra Pétur Þorsteinsson og flutti jólahugvekju sína við góðan róm félagsmanna.