Fundað með Forseta Íslands

Hópurinn frá Átaki, Sendiherrum og HÍ sem átti fund með Forseta Íslands
Hópurinn frá Átaki, Sendiherrum og HÍ sem átti fund með Forseta Íslands

Haldinn var mikilvægur fundur með Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni á skrifstofu hans á Staðastað. Á fundinum var talað um mikilvægi þess að fólk með þroskahömlun sé haft með í ráðum um sín málefni.

 

Fundinn sóttu auk forsetans formaður og varaformaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun, Sendiherrar Samnings Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og verkefnastjórar verkefnisins Jafnrétti fyrir allra.

 

Forsetinn var fræddur um réttindabaráttu fólks með þroskahömlun og mikilvægi þess að fólkið sjálft sé haft með í ráðum um mál sem það varðar. Farið var yfir orðin "Ekkert um okkur án okkar" og mikilvægi þess að fólk með þroskahömlun sé sýnilegt og taki þátt í samfélaginu til jafns á við aðra.

Forsetinn þakkaði fyrir heimsóknina og sagðist vera til staðar fyrir alla eins og honum beri og hann ætlaði að skoða boð Sendiherranna um að fá fyrirlestur um samninginn fyrir forsetaembættið.

 

Einnig talaði forsetinn um að hann gæti ekki breytt heiminum einn, en að með sameiginlegu átaki væri hægt að ná langt. Hann talaði líka um að Átak hefði verið sýnilegt í að herja á stjórnmálamenn.

 

Mikil ánægja var með fundinn og hér er hægt að sjá myndir frá honum.

 

Myndir frá fundinum