Í morgun skrifaði Aileen Svensdóttir formaður Átaks, félag fólks með þroskahömlun og Halldór Gunnarsson f.h. réttindavaktar velferðarráðuneytisins undir samkomulag um styrk þar sem Átaki er falið útbúa vefsíðu sem sé á auðskildu máli, aðgengileg öllum og uppfull af upplýsingum til eflingar fatlaðs fólks í samræmi við 3 gr. laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk.