Réttindagæsla fatlaðra á næsta fræðslukvöldi Átaks

Mánudaginn 27. janúar verður fyrsta fræðslukvöld Átaks á nýju ári.
Þá mun réttindagæsla fatlaðra mæta og svara spurningum og fræða okkur um réttindagæsluna.

Fræðslukvöldið verður haldið á fjórðu hæð á Háaleitisbraut 13. 

Hægt er að leita til réttindagæslunnar varðandi málefni sem fjalla um réttindamál einstaklinga. Stundum getur maður verið óviss um hvort að það hafi verið brotið á réttindum manns, eða maður er óviss um hvernig maður á að tækla vandamál sem koma upp og þá er hægt að leita til réttindagæslunnar. 

 

Fræðslukvöld Átaks eru haldin einu sinni í mánuði. Þá er áherslan í ár lögð á valdeflandi fræðslu um hin ýmsu mikilvægu málefni.