Langar þig að skrifa sögu? Í ritsmiðjunni gerum við alls konar æfingar í skrifum og leyfum rithöfundinum sem býr inni í okkur öllum að leika sér.
Ritsmiðjan fer fram fimmtudaginn 3. nóvember milli 19:00 og 21:00. Hún er fyrir alla sem hafa skrifað sögur áður eða langar að prófa það. Kennt er á 4. hæð á Háaleitisbraut 13. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á atak@throskahjalp.is
Sunna Dís Másdóttir er rithöfundur og leiðbeinandi í ritlist. Hún hefur stýrt ritsmiðjum fyrir börn, unglinga og fullorðna. Sunna er ein Svikaskálda og gaf nýlega út ljóðabókina Plómur.