Átta frambjóðendur mættu á fundinn Frambjóðendur svara hjá Átaki, félagi fólks með þroskahömlun. Eini frambjóðandinn sem ekki mætti var Davíð Oddsson, en hann komst ekki og sendi línu á Átak um það.
Aðrir frambjóeðndur þeir Andri, Ástþór, Elísabet, Guðni, Guðrún, Halla, Hildur og Sturla mættu og svöruðu spurningum fundarstjórnenda þeim Andra, Katrínu og Steinunni úr þáttunum Með okkar augum.
Frambjóðendur svöruðu spurningum af bestu getu, en hafa trúlega fræðst heilmikið sjálfir.
Rúmlega 80 manns sóttu fundinn og fjöldi manns fylgdist með á netinu þó að tæknin hafi örlítið verið að gera okkur erfitt fyrir um tíma.
Nú munum við nota myndbandið sem við eigum og birta á feisbók og youtube fram að kosningum.
Stjórn Átaks, félags fólks með þroskahömlun og þáttastjórnendur Með okkar augum þakka frambjóðendum fyrir að koma á þennan fyrsta framboðsfund okkar.
Við höldum ótrauð áfram og stefnum á framboðsfund fyrir næstu alþingiskosningar
MYNDIR FRÁ VIÐBURÐINUM 21.06.2016
MYNDIR FRÁ EINARI GUÐJÓNI KRISTJÁNSSYNI