Spennandi námskeið um notendaráð

Átak auglýsir spennandi námskeið um notendaráð hjá Fjölmennt. 
 
Sveitarfélögin eiga að vinna með fötluðu fólki við að skipuleggja þá aðstoð sem hver og einn þarf. Það á að spyrja fatlað fólk um hvernig þjónustu það vill fá.
 
Í öllum sveitarfélögum eiga að vera notendaráð þar sem fatlað fólk hittist og talar saman um hvað skiptir máli í lífinu.
 
Á þessu námskeiði er fræðsla fyrir fatlað fólk sem vill vera í notendaráði.
 
Námskeiðið er ókeypis. Það er 8 vikur, 2 tímar í hvert skipti.
 

Ef þú hefur áhuga að að taka þátt í þessu námskeiði þarftu að skrá þig hér: https://www.fjolmennt.is/is/namskeid/nanar/notendarad-nytt?fbclid=IwAR0GlGxNcQCvBi9ET7cQvj9MqWX_o5SBzk4aTnBy9hXjctqkvnYAfSrGR7c