Átak félag fólks með þroskahömlun finnst ekki allt í lagi að alþingismenn tali um fatlað fólk af vanvirðingu. Það skiptir ekki máli hvort fólk sé búið að drekka áfengi eða ekki. Maður á ekki að tala um annað fólk eins og fréttir dagsins segja að hópur þingmanna hafi gert.
Fyrir hálfum mánuði fengum við, fatlað fólk, að heyra að fjárlaganefnd ætlar að skerða fyrirhugaða hækkun á greiðslum til öryrkja. Okkur finnst við hafa verið svikin. Er ástæðan fyrir þessari skerðingu sú að alþingismenn eru með fordóma gagnvart fötluðu fólki?
Okkur finnst að alþingismenn ættu að vera góð fyrirmynd fyrir okkur hin. Ef þeir geta það ekki þá ættu að segja af sér.
Við skorum á alþingismenn að prufa að vera á okkar launum í þrjá mánuði og segja okkur svo hvernig þeim gekk að ná endum saman.
Virðingarfyllst,
Stjórn Átaks