Í desember verða heiðursverðlaun Átaks afhent. Þau heita Frikkinn og eru veitt til einstaklings eða hóps sem hefur barist fyrir sjálfstæði fólks með þroskahömlun og stuðlað að samfélagi án aðgreiningar á öllum sviðum.
Vilt þú tilnefna einhvern? Sendu tilnefningu á frikkinnverdlaun@gmail.com fyrir 20. nóvember næstkomandi og rökstuðning með.