Formaður Lands-samtakanna Þroskahjálpar, Bryndís Snæbjörnsdóttir sendi bréf á stjórnvöld og félaga-samtök sem koma að málum flótta-manna. Bréfið má sjá hér:
Þegar það er stríð verða þeir sem taka þátt , að gera allt sem þeir geta til að hlífa fólkinu í sam-félaginu við skað-legum af-leiðingum.
Sumir hópar fólks lenda í meiri erfið-leikum en aðrir þegar það er stríð. Mörg lönd hafa gert samning og viður-kenna að það þurfi að aðstoða þá meira.
Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks stendur í 11. gr.:
Það þarf að skoða sér-stak-lega hvernig mæta á þörfum fatlaðs fólks þegar gerðar eru á-ætlanir um hættu-ástand.
Reynslan sýnir að þegar fólk flýr stríð er mikil hætta á að fatlað fólk sé skilið eftir eða það fá ekki hjálp sem veitt er ófötluðu flótta-fólki.
Við þessar aðstæður er getur fólk orðið fyrir ofbeldi og mis-notkun af ýmsu tagi.
Fatlað fólk, sem missir fjölskyldu sína á stríðs-tímum, verður mjög oft ein-manna og án hjálpar.
Það er því ekki nokkur vafi á að fatlað fólk er enn varnar-lausara, og án hjálpar á stríðs-tímum.
Fatlað fólk sem þarf að fara frá heimili sínu vegna stríðs-átaka eða af öðrum ástæðum í verri að-stöðu en annað flótta-fólk.
Lands-samtökin Þroska-hjálp vilja vekja athygli allra sem vinna að þessum málum á því sem hér er verið að segja frá.
Þroskahjálp leggur áherslu á að sérstaklega verði tekið tillit til þarfa fatlaðs fólks þegar verið er að búa til áætlun fyrir Ísland.
Þá hvetur Þroskahjálp íslensk stjórn-völd til að beita sér samstarfi á alþjóða-vísu vegna vanda flótta-fólks og við-brögð við honum.
Það þarf að hugsa sérstaklega um hjálp fyrir fatlað fólk sem neyðist hefur til að flýja heimili sín vegna stríðs eða af öðrum ástæðum sem ógna lífi þess.