01.09.2016
Stoltgangan fer fram í fyrsta sinn laugardaginn 3. september. Við leggjum af stað kl. 11:30 frá Austurvelli og göngum að Norræna Húsinu á Fund fólksins.
01.09.2016
Stjórn Átaks, félags fólks með þroskahömlun ákvað á fundi sínum í sumar að efla starf félagsins og leggja áherslu á að það sé fatlað fólk sem er í forsvari fyrir félagið. Var því Aileen ráðin sem formaður í 50% starf til 30. apríl 2017.
27.08.2016
Við eigum rétt á því að fá þá aðstoð og munum stolt óska eftir henni. Þroskahömlun okkar er aðeins hluti af lífi okkar og á ekki að koma í veg fyrir að við getum lifað góðu og sjálfstæðu lífi.
05.08.2016
Heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta á Sólheima hefur verið í umræðunni að undanförnu. Við fögnum áhuga forseta okkar allra á málefnum fatlaðs fólks og frumkvæði hans að tala máli minnihlutahópa og hlusta á þá.