29.11.2018
Átak félag fólks með þroskahömlun finnst ekki allt í lagi að alþingismenn tali um fatlað fólk af vanvirðingu. Það skiptir ekki máli hvort fólk sé búið að drekka áfengi eða ekki. Maður á ekki að tala um annað fólk eins og fréttir dagsins segja að hópur þingmanna hafi gert.
29.11.2018
Átak heldur upp á 25 ára afmæli sitt á alþjóðadegi fatlaðs fólks þann 3. desember í sameiginlegri dagskrá með Ási styrktarfélagi og Landssamtökunum Þroskahjálp.
05.11.2018
Í fyrsta lið 30. grein samningsins er viðurkenndur réttur fatlaðs fólks til að taka þátt í menningarlífi til jafns við aðra og að gera skuli viðeigandi ráðstafanir til þess að svo verði. Þar er til dæmis fjallað um að fatlað fólk eigi að njóta aðgengis og komast í til dæmis leikhús, söfn, kvikmyndahús, bókasöfn og á ferðamannastaði. Þrátt fyrir að svo sé þá er til dæmis hjólastólaaðgengi oft mjög slæmt á mörgum stöðum.
16.10.2018
Frikkinn er viðurkenning sem Átak, félag fólks með Þroskahömlun, veitir 3. desember.
Viðurkenningin dregur nafn sitt af Friðriki Sigurðssyni, fyrsta heiðursfélaga Átaks.
Tilnefningar skulu berast fyrir 4. nóvember 2018 á netfangið fridrik@throskahjalp.is
08.05.2018
þriðji fundur í verkefni Átaks til að efla lýðræðislega þátttöku fatlaðs fólks og hvetja sveitarfélög til að stofna notendaráð, verður haldinn á Ísafirði þann 12. maí næstkomandi. Dagskráin hefst klukkan 13:00 og verður haldin á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu við Hafnarstræti 1.
06.04.2018
Laugardaginn þann 7. apríl mun Átak halda fund með fötluðu fólki og ráðamönnum í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. Þetta er fyrsti fundurinn af fjórum sem Átak mun halda víðsvegar um landið.
25.01.2018
Næsta mánudag 29. janúar kl 20:00 á Háaleitisbraut 13 verður mánaðarlegur mánudagur og munu Ragna Björg frá Bjarkahlíð og Hrafnhildur Snæfríðadóttir Gunnarsdóttir vera með erindi þar um #metoo og þjónustu Bjarkarhlíðar fyrir fólk með þroskahömlun.